Mat á skólastarfi í Austurbæjarskóla
Mat á skólastarfi er ein forsenda þess að skólar geti mætt þeim mörgu og margvíslegu breytingum sem ytra umhverfi kallar á. Sjálfsmat skóla felst í því að afla með skipulögðum hætti upplýsinga um ákveðna þætti skólastarfsins. Gæði starfsins eru síðan metin með því að bera niðurstöður saman við markmið eða viðmið. Á grundvelli mats eru teknar ákvarðanir um breytingar til að bæta árangur, sett markmið og framkvæmdaráætlun gerð til þess. Sjálfsmatsteymi skólans hefur umsjón með vinnu í tengslum við sjálfsmat og gerð sjálfsmatsskýrslu og umbótaáætlunar. Sjálfsmatið felur í sér meðal annars umbótaráætlun og áætlun um innra mat.
Verkefni matsteymisins hafa m.a. verið að móta hlutverk og verkefni matsteymis sem eftirfarandi:
- Vera stjórnendum til halds og traust við innra mat skólans og koma með tillögur til stjórnendahópsins.
- Sjá til þess að matsáætlun sé fylgt og uppfæra hana.
- Fara yfir gögn, s.s. kannanir og skimanir og koma með tillögur að umbótum.
- Yfirfara umbótaáætlun að vori og móta tillögur þar sem fram kemur hvaða umbóta- og þróunarverkefnum er lokið, hvaða verkefni ættu halda áfram og hvaða ný verkefni ætti að taka upp.
Heildarmat
Árið 2017 fór fram heildarmat, ytra mat á Austurbæjarskóla. Var matið framkvæmt af starfsfólki í stýrihópi um heildarmat á skóla-og frístundasviði. Gagna var aflað með viðtölum, vettvangsathugunum og rýnihópum ásamt því að farið var yfir gögn um skólastarfið.
Leiðarljós við matið var: Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Matið er liður í að styðja við skólastarf og kemur til viðbótar sjálfsmati skólanna. Stefna Reykjavíkurborgar í menntamálum er höfð til viðmiðunar í matinu auk annarra ramma um skólastarf; laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnumótunar borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.
Niðurstöður ytra mats 2017 má nálgast hér.
Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats 2017/18 má nálgast hér.
Niðurstöður ytra mats frá 2010 er unnt að nálgast hér.