Foreldrastarf í Austurbæjarskóla

Foreldrafélag Austurbæjarskóla er vettvangur allra foreldra/forráðamanna til að hafa áhrif á umhverfi barna sinna og stuðla að góðu og farsælu samstarfi foreldra, starfsmanna skólans og barnanna. Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum. Fulltrúar foreldra eru í skólaráði og foreldrafélagi og bekkjarfulltrúar.

Stjórn foreldrafélagsins 2025-2026 skipa:
Inga Sól Ingibjargardóttir, formaður
Jóhanna Símonardóttir, gjaldkeri
Steinunn Guðmundardóttir, ritari
Ásta Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Regína Harpa Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Sólrún Una Þorláksdóttir, varamaður

 

Foreldrafélag Austurbæjarskóla

Markmið félagsins eru að efla samstarf heimilis og skóla, koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólamál, efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn skólans, efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans, styrkja menningar- og félagslíf innan skólans, koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann, taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra.

Foreldrafélag Austurbæjarskóla, FFAUST, heldur úti fésbókarsíðu sem vettvangi fyrir almenna umræðu um skólamál.

Teikning af hjónum með ungling á milli sín.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða.