Heilsugæsla í Austurbæjarskóla
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar. Skólahjúkrunarfræðingur er starfandi við Austurbæjarskóla. Skólaheilsugæsla heyrir undir Heilsugæslustöðina í Miðbæ.
Fræðsla og forvarnir
Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barna sinna

Hafa samband
Hægt er að hafa samband við hjúkrunarfræðing með því að hringja í skólann á viðverutíma eða senda tölvupóst.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.