Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími skrifstofu
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 7:45 - 15:00
Aðgengi
Skólastjórnendur taka á móti nemendum milli kl. 8 og 8.20 við aðalinngang og inngang við Vitastíg og í norðanverðu porti. Til að auka öryggi og eftirlit eru þrír inngangar ólæstir og opnir til kl. 8.30. Þá er einum þeirra lokað. Aðeins er opinn inngangur við Vitastíg (þar sem eru baðverðir á vakt) og aðalinngangur eftir kl. 8.30. Útgangar eru fleiri.
Foreldrar og gestir eiga að tilkynna sig til skrifstofu þegar þeir koma í skólann. Skilti við innganga vísa leið að skrifstofu og beina gestum/foreldrum þangað. Ætli þeir að hafa viðdvöl í skólanum fá þeir gestapassa til að bera um háls sér.
Viðtalstímar
Upplýsingar um viðtalstíma kennara má nálgast á Mentor og á skrifstofu.
Forföll nemenda
Tilkynna þarf veikindi og önnur forföll nemenda á skrifstofu skólans, eða í gegnum Mentor eins fljótt og verða má. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni forföll vegna veikinda daglega. Yfirlit um skólasókn og ástundun nemenda er sent foreldrum vikulega gegnum Mentor. Hafi nemandi verið frá skóla vegna veikinda lengur en 5 daga samfellt getur skólinn farið fram á læknisvottorð. Sé nemandi ítrekað frá skóla vegna veikinda, þó um skamman tíma sé að ræða hverju sinni, getur skólinn farið fram á læknisvottorð.
Forföll kennara
Þegar forföll kennara verða leggur skólinn sig fram um að fá afleysingakennara. Þó getur sú staða komið upp að það takist ekki. Í þeim tilvikum geta skólayfirvöld neyðst til að fella niður tíma. Þurfi að fella niður tíma hjá nemendum í 5. - 7. bekk með þeim afleiðingum að nemendur þurfi að fara fyrr heim er alltaf athugað hvort nemendur komast inn heima hjá sér.
Skápar fyrir nemendur
Nemendur í 5.-10. bekk hafa afnot af nemendaskápum yfir veturinn sér að kostnaðarlausu.
Óskilamunir
Óskilamuni er að finna í viðbyggingu, á þriðju hæð vinstri og í íþróttahúsi. Rétt er að benda foreldrum á mikilvægi þess að merkja vel töskur, skófatnað, íþróttaföt og annan fatnað sem nemendur koma með í skólann. Nemendur eru hvattir til að leita til starfsmanna eins fljótt og unnt er ef fatnaður og/eða hlutir týnast í skólanum. Foreldrar athugi óskilamuni þegar þeir koma í foreldraviðtöl. Að vori áskilur skólinn sér rétt til að ráðstafa óskilamunum til hjálparstofnana.