Svakalega lestrarkeppnin
Alls lásu nemendur í 1.-7. bekk í Austurbæjarskóla 125.694 mínútur í Svakalegu lestrarkeppninni, eða í tæplega 11 klukkustundir að meðaltali. Einn aðaltilgangur lestrarkeppninnar var að auka áhuga barna á lestri, gera lestraráhuga barna sýnilegan og vekja athygli á árangrinum sem náðist og samvinnu nemenda.