Ræktum lestraráhugann

Hlustað af athygli

Hlustað af athygli

Þriðjudaginn 2. desember fór 10. bekkur í skemmtilega heimsókn á Borgarbókasafnið í Grófinni til að hlusta á jólaupplestur þriggja rithöfunda úr nýjustu bókum sínum. Brynhildur Þórarinsdóttir las úr Silfurgenginu, Arndís Þórarinsdóttir las úr Sólgosi og Bergrún Íris Sævarsdóttir las úr SkuldaDegi. 

f
Nemendur hlustuðu af athygli og sýndu áhuga á bæði sögunum og starfi höfunda almennt. Það var skemmtileg upplifun að fá að heyra brot úr bókunum lesin upp af höfundunum sjálfum, fá innsýn í verk þeirra og hugmyndavinnu.
 
Heimsóknin kveikti glóð hjá mörgum nemendum fyrir lestri yfir hátíðarnar. Vonandi rata einhverjar þessara spennandi bóka í jólapakka nemenda - og ef ekki, þá er hægt að nálgast þær á skólabókasafninu.